Fara beint í efnið

9. október 2019

Inflúensa A greinist á Landspítala

Alls hafa sjö einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu dögum. Þar af eru sex inniliggjandi á Landspítala.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Alls hafa sjö einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu dögum. Þar af eru sex inniliggjandi á Landspítala en einn leitaði þangað á bráðamóttökuna. Þrír af þeim voru með inflúensu A(H3), en undirgreiningu hjá fjórum er ekki lokið.

Gripið hefur verið til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar á sjúkrahúsinu með eflingu sýkingavarna og einangrun þeirra sem eru með staðfesta inflúensu eða klínísk einkenni hennar. Einnig er bólusetning hafin á þeim deildum þar sem veiran greindist. Ekki er vitað um uppruna smitsins. 

Stöku tilfelli af inflúensu greinast oft að hausti áður en veiran fer að breiðast út í samfélaginu, sem er yfirleitt seinnpartinn í desember eða janúar. Þó inflúensan greinist núna er ekki líklegt að hún fari á flug fyrr en um áramótin í samræmi við faraldsfræði árlegrar inflúensu.

Sóttvarnalæknir