Við Sjúkrahúsið á Akureyri vinnur einvala starfsfólk. Því ætti það ekki að koma á óvart að margt þeirra skarar líka fram úr á öðrum sviðum. Þannig er einmitt staðan með Stefán Helga Garðarsson, teymisstjóra tæknideildar. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu HFA fyrir hjólreiðamann ársins.