31. október 2023
31. október 2023
Hjólreiðamaður ársins hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar er teymisstjóri tæknideildar SAk
Við Sjúkrahúsið á Akureyri vinnur einvala starfsfólk. Því ætti það ekki að koma á óvart að margt þeirra skarar líka fram úr á öðrum sviðum. Þannig er einmitt staðan með Stefán Helga Garðarsson, teymisstjóra tæknideildar. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu HFA fyrir hjólreiðamann ársins.
Nafn: Stefán Helgi Garðarsson
Starfsheiti: Teymisstjóri tæknideild
Fæðingarár: 1976
Hvaðan ertu: Húsavík
Menntun: Rafvirkjameistari
Áhugamál: Hjólreiðar
Hvað varstu í fyrra lífi: Trúi hvorki á fyrra líf né líf eftir dauðann, vill bara gera sem mest úr því sem ég lifi núna.
Sturluð staðreynd: Strengi ömurleg áramótaheit er í nammi banni þetta árið.
Hvernig lítur hefðbundinn vinnudagur út hjá þér? Í byrjun dags skoðum við teymisfélagarnir hvað hefur komið inn af nýjum verkbeiðnum og skiptum með okkur verkum. Ég reyni að komast í þau verkefni sem mín bíða en er oftar en ekki kemur símtal um eitthvað sem þarfa að bregðast við strax og áður en ég veit er dagurinn búinn og ég búinn að svara 30 símtölum og leysa nokkur óvænt verkefni með mínum frábæru teymisfélögum. Svo koma rólegir dagar á milli sem við náum að sinna fyrirbyggjandi verkefnum, náum að funda og veita öðrum deildum ráðgjöf. Allir dagar skemmtilegir og alltaf eitthvað nýtt spennandi og krefjandi að fást við á tæknideildinni.
Hvað er mest krefjandi í vinnunni? Að halda fókus þegar maður er með mörg verkefni í gangi í einu og áreitið er mikið.
Ef þú mættir breyta einhverju í vinnunni, hvað væri það? Bæta aðstöðu tæknideildar og húsumsjónar þannig að starfsemi okkar væri ekki á göngum sjúkrahússins sem getur valdið hættu fyrir sjúklinga og aðstandendur.
Hvað er skemmtilegast í vinnunni? Mér finnst skemmtilegast að vinna að því að bæta starf annara með því að koma upp nýjum og betri búnaði fyrir starfsfólk og sjúklinga - auk þess að hafa gaman af því að leysa erfið verkefni eins og flóknar bilanir í búnaði (sérstaklega eftir á).