25. september 2023
25. september 2023
Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk
Niðurstöður könnunar meðal nema liggur til grundvallar verðlaununum
Á Vísindadegi SAk sem fram fór í síðustu viku voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk.
Framúrskarandi kennari í hjúkrunargreinum:
Ragna Sigurlín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og klínískur kennari á lyflækningadeild
Val læknanema:
Helgi Þór Leifsson, skurðlæknir og framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu
Val sérnámsgrunnlækna og sérnámslækna:
Friðbjörn Sigurðsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum
„Á hverju ári leggjum við könnun fyrir nema og námslækna um veruna á SAk. Þar er spurt um móttökur, kennslu og námstækifæri á sjúkrahúsinu. Við nýtum niðurstöðurnar til að tryggja að verkleg kennsla og aðstæður til náms á SAk stuðli að árangursríku námi og geri SAk að eftirsóttum námsstað,“ segir Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda.
Heilt yfir þótti svæfingadeild skara fram úr í kennslu að mati hjúkrunarnema en læknanemar völdu skurðlækningadeildina.
Eitt af megin hlutverkum mennta- og vísindadeildar SAk er að halda utan um skipulag og móttöku nema í starfsnámi. Á árinu voru 744 skráðar nemavikur vegna grunnnáms í heilbrigðisgreinum, sem samsvarar að meðaltali um 14-15 nemum á viku á ársgrundvelli. Auk þess eru 25 stöðugildi námslækna, þ.e. sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna.