19. október 2023
19. október 2023
SAk sýnir stuðning í verki og dregur úr þjónustu 24. október
Sjúkrahúsið á Akureyri mun sýna stuðning í verki og tekur þátt í kvennaverkfalli þann 24. október n.k. að því marki að heilsa og öryggi sjúklinga verði tryggt. Meirihluti starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri eru konur og við viljum standa vörð og stuðla að jafnrétti.
Dregið verður úr þjónustu og verður starfsemin líkt og um helgarstarfsemi sé að ræða. Stjórnendur hafa verið hvattir til þess að huga að skipulagi starfsemi sinna eininga þennan dag í samráði við starfsfólk. Þá þarf að hafa í huga að hlutverk sjúkrahússins er skilgreint samkvæmt lögum og því má mönnun ekki fara undir öryggisviðmið.
Ekki verður dregið af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu og sækir samstöðufundinn.
Konur og kvár í röðum starfsfólks spítalans er hvatt til þess að taka þátt í deginum.