Heilsugæslustöðin í Borgarnesi er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga marga velunnara og nýlega tóku Oddný Eva Böðvarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Hildigunnur Þórsdóttir heimilislæknir og Rósa Marinósdóttir fyrrverandi yfirhjúkrunarfræðingur formlega við gjöfum frá þremur góðgerðarfélögum.