27. ágúst 2025
27. ágúst 2025
Skreppum í skimun
Brjóstaskimun í heimabyggð

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2025 með brjóstaskimun. Skimað verður á eftirfarandi stöðum á Vesturlandi:
Staðsetning | Dagsetningar |
|---|---|
Búðardalur | 1.-2.september |
Hólmavík | 3. september |
Stykkishólmur | 22.-23. september |
Ólafsvík-Grundarfjörður | 29. september-1. október |
Hægt er að bóka tíma á netfangið brjostaskimun@landspitali.is eða í síma 5439560 kl. 8:30-12:00 og 13:00-15:30 alla virka daga.