29. október 2025
29. október 2025
Ferð sendinefndar til Svíþjóðar og Danmerkur
Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda ferðaðist um Svíþjóð og Danmörku og fundaði með íslenskum læknum sem þar búa.

Tilgangur ferðarinnar var að kynna fyrir læknunum starfstækifæri og starfsaðstæður á Íslandi með það fyrir augum að hvetja til að flytja heim með sína sérþekkingu.
Fulltrúi HVE í sendinefndinni var Sigurður E Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga. Fundir voru haldnir í Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Kaupmannahöfn. Hátt í 100 læknar sóttu fundina. Fulltrúum heilbrigðisstofnanna gafst tækifæri að eiga samtal við fundargesti og kynna fyrir þeim sína stofnun og þau starfstækifæri og aðstæður sem í boði eru. Sérstök athygli var vakin á samstarfssamningi HVE við SSV.
Viðbrögðin hjá læknunum voru afar jákvæð og mjög líklegt að skili tilætluðum árangri.
sjá nánar í frétt sem birtist á RUV