Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. ágúst 2025

Heimsókn heilbrigðisráðherra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) þann 13. ágúst.

Með ráðherra í för voru Arna Lára Jónsdóttir alþingismaður, Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður ráðherra, auk sérfræðinga úr ráðuneytinu á sviði öldrunarmála og húsnæðisframkvæmda. Heimsóknin hófst með fundi á Akranesi með Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra stofnunarinnar, Sigurði E. Sigurðarsyni framkvæmdastjóra lækninga, Huldu Gestsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og Vilborgu Lárusdóttur mannauðsstjóra. Að fundi loknum var gegnið um heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið á Akranesi. Frá Akranesi var haldið á heilsugæslustöðina í Borgarnesi og þaðan var síðan farið á heilsugæslustöðvarnar í Ólafsvík og í Grundarfirði. Morguninn eftir heimsótti ráðherra síðan HVE í Stykkishólmi.

Þetta var virkilega ánægjuleg og upplýsandi heimsókn og gott að hópurinn skyldi ná að gefa sér tíma til að líta við á svo mörgum starfsstöðvum til að eiga samtal og skiptast á skoðunum við stjórnendur og starfsmenn ásamt því að skoða húsnæði og aðbúnað.