Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. desember 2025

Gjöf frá Hollvinasamtökum HVE

Í gær færðu Hollvinasamtök HVE lyflækningadeildinni myndarlegan tækjabúnað að gjöf.

Um er að ræða öndunaraðstoðarvél (BiPAP) af gerðinni Elisa 300 frá Löwenstein. Þessi gjöf kemur sér mjög vel þar sem eldri BiPAP vél er komin til ára sinna og sumir íhlutir ekki fáanlegir. Andvirði gjafarinnar erum um 3,5 m.kr.

Fulltrúar stjórnar Hollvinasamtaka HVE þau Sævar Freyr Þráinsson formaður, Skúli G. Ingvarsson gjaldkeri og Ingibjörg Valdimarsdóttir afhentu gjöfina sem stjórnendur lyflækningadeildar þau Ingi Karl Reynisson yfirlæknir, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri og Anna Þóra Þorgilsdóttir aðstoðardeildarstjóri veittu viðtöku fyrir hönd HVE.

Við færum Hollvinasamtökum HVE innilegar þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem styrkir getu stofnunarinnar við að sinna tilvikum þar sem sjúklingar þarfnast öndunaraðstoðar.