Við útreikninga á umframdauða á Íslandi eftir mánuðum var reiknaður út meðalfjöldi allra andláta á hverja 100.000 íbúa fyrir hvern mánuð yfir árin 2012, til og með 2019, ásamt 95% öryggisbili fyrir meðalfjölda andláta hvers mánaðar og gert ráð fyrir Poisson dreifingu talnanna. Að auki var fjöldi andláta hjá aldurshópnum 70 ára og eldri skoðaður.