Fara beint í efnið

15. ágúst 2022

Óskum eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra undir sviðið.

Landlæknir logo

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra undir sviðið.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á fagmennsku og samskiptahæfni. Í starfinu gefst tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu en viðkomandi mun vinna með öðrum sérfræðingum sviðsins og embættisins. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Rannsókn og faglegt mat kvartana, atvika og eftirlitsmála.

  • Ritun álits og niðurstöðu í kvartana-, atvika- og eftirlitsmálum.

  • Úrlausn og sérfræðiráðgjöf um læknisfræðileg málefni.

  • Þátttaka í gerð, innleiðingu og viðhaldi leiðbeininga um skimanir fyrir krabbameinum.

  • Þátttaka í gerð árangursviðmiða, faglegra krafna og leiðbeininga.

  • Samskipti og samvinna við helstu aðila innanlands og erlendis um eftirlit með heilbrigðisþjónustu.

  • Þátttaka í gæðavinnu, þróun verklags og vinnuaðferða sviðsins.

  • Þátttaka í stefnumótunarvinnu.

  • Önnur verkefni að beiðni sviðsstjóra og landlæknis.

Hæfniskröfur 

  • Íslenskt starfsleyfi sem sérfræðilæknir.

  • Klínísk starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu, sem nýtist í rannsókn kvartana og atvika.

  • Þekking og reynsla af íslenska heilbrigðiskerfinu er æskileg.

  • Þekking og reynsla af gæða- og öryggismálum í heilbrigðisþjónustu er æskileg.

  • Mjög gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði.

  • Reynsla á sviði stjórnsýslu er kostur.

  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.

  • Gott vald á talaðri og ritaðri ensku.

  • Mjög góð hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti.

  • Öguð og fagleg vinnubrögð.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.09.2022

Frekari upplýsingar má finna á Starfatorgi, þar sem einnig er sótt um starfið.

Upplýsingar um starfið veita

Jóhann Magnús Lenharðsson, sviðsstjóri - jml@landlaeknir.is - 510-1900
Þórgunnur Hjaltadóttir, mannauðsstjóri - thorgunnur@landlaeknir.is - 510-1900