18. ágúst 2022
18. ágúst 2022
Óskum eftir að ráða vef- og útgáfustjóra
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða vef- og útgáfustjóra. Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf sem gerir kröfu um fagmennsku og ríka samskiptahæfni enda fylgir starfinu víðtækt samráð og samstarf innan og utan embættisins. Á næstu vikum mun embætti landlæknis opna nýjan vef undir island.is og verður viðkomandi leiðandi í því verkefni.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða vef- og útgáfustjóra. Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf sem gerir kröfu um fagmennsku og ríka samskiptahæfni enda fylgir starfinu víðtækt samráð og samstarf innan og utan embættisins.
Á næstu vikum mun embætti landlæknis opna nýjan vef undir island.is og verður viðkomandi leiðandi í því verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ritstjóri efnis á ytri vef embættisins.
Ábyrgð á skipulagi vefsins, viðhaldi hans og þróun, ásamt öðrum verkefnum sem tengjast vefnum, eins og leitarvélabestun og greiningar m.a. í samstarfi við Stafrænt Ísland.
Umsjón með notkun embættisins á samfélagsmiðlum.
Ritstjórn, uppsetning og myndvinnsla.
Yfirlestur á skýrslum og öðru efni til útgáfu.
Þátttaka í gerð og útgáfu gæðaskjala.
Önnur verkefni að beiðni sviðsstjóra, landlæknis og sóttvarnalæknis.
Hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Þekking og reynsla af vefþróun og vefumsjón.
Þekking og reynsla af myndvinnslu.
Þekking á helstu samfélagsmiðlum.
Mjög góð hæfni í íslensku. Geta til að skrifa vandaðan, læsilegan og skapandi texta og góð geta til að lesa yfir og lagfæra texta annarra.
Góð færni í ensku.
Góð leiðtogahæfni ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
Öguð og fagleg vinnubrögð.
Frekari upplýsingar um starfið á Starfatorgi þar sem einnig er sótt um starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.08.2022
Nánari upplýsingar veitir
Þórgunnur Hjaltadóttir, sviðsstjóri - thorgunnur@landlaeknir.is - 510-1900