Fara beint í efnið

13. janúar 2021

Janúar 2021 - fréttabréf

Verkefnastofa um stafrænt Ísland sendir reglulega frá sér fréttabréf þar sem áhugasamir geta fylgst með stöðu mála í stafrænni vegferð hins opinbera.

Konavidtolvu_madurmsima

Vertu velkomið 2021

Árið fer hratt af stað hjá Ísland.is en þrátt fyrir það er mikilvægt að staldra aðeins við og horfa um öxl. Afrek og lærdómur 2020 er mikill og þjónusta Ísland.is og stuðningur við stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki hefur stóraukist.

Um áramótin voru t.a.m.:

 • 192.334 sem hafa sótt Ferðagjöf en hún hefur verið framlengd til 31. maí 2021

 • 1.268 umsóknir sem hafa borist um stuðningslán, samtals upp á 10,7 milljarða, en heimild til að veita stuðningslán hefur verið framlengd til 31. maí 2021.

 • Um 6.500 flugleggir bókaðir með Loftbrú.

Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi enda verkefnin mörg. Við tökum því 2021 fagnandi og hlökkum til þeirra áskorana sem framundan eru.


Hver er staðan á rafrænum þinglýsingum?

Unnið hefur verið að rafrænum þinglýsingum af miklum þunga síðustu vikur og mánuði. Þann 19. janúar nk. verður haldinn opinn fundur um stöðu þinglýsinga. Að málþingi kemur fjöldi hagsmunaaðila en ásamt Stafrænu Íslandi eru það dóms-, fjármála-, atvinnuvega- og
nýsköpunaráðuneyti, SFF, Fjártækniklasinn, Sýslumenn og Þjóðskrá. 

Skráning á opinn fund!


Nýsköpunardagur hins opinbera – skráning! 

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í annað sinn 21. janúar næstkomandi en yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar.

Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi milli klukkan 9 og 11:30.

Skráning á viðburð!


Hvað er réttarvörslugátt?

Stafrænar lausnir hins opinbera koma víða við en á haustmánuðum komst réttarvörslugátt á stafrænt form sem einfaldar og bætir störf fjölda hagsmunaaðila. Dómsmálaráðuneytið
fer fyrir og leiðir verkefnið með stuðningi frá Stafrænu Íslandi en Kolibri sá um framleiðsluna. Lausnin er fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Verkefnasaga réttarvörslugáttar


Nýir vörustjórar

Auglýst var eftir vörustjórum á nýliðnu ári en alls bárust 68 umsóknir. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson hlutu ráðningu en þau eru bæði reynslumikil og kærkominn styrkur í teymi Stafræns Íslands.

Teymið okkar


Ísland.is

Ísland.is verður í sífelldri þróun næstu árin. Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekinn saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is. 

Horfa á kynningarmyndband


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

 • Nýjar Mínar síður á Ísland.is

 • App fyrir Ísland.is

 • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

 • Uppfærsla á pósthólfi Ísland.is

 • Skilavottorð ökutækja

 • Umsókn um fæðingarorlof

 • Umsókn um ríkisborgararétt, Útlendingastofnun

 • Nýtt innskráningarkerfi

 • Reglugerðasafn

 • Rafrænar þinglýsingar fyrir almenning á Ísland.is

 • Ökunámferlið frá námi til skírteinis stafrænt


Hægt er að skrá sig á póstlista á á síðu Stafræns Íslands á Ísland.is


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni. 
Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.