Fara beint í efnið

Málefni:

Fyrirtæki
Lán

Stuðningslán

Sækja um stuðningslán

Fyrir hverja?

Lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli í kjölfar Covid-19.

Helstu skilyrði:

 • hafa 40% lægri tekjur en á sama 60 daga tímabili 2019

 • tekjur ársins 2019 voru á milli 9 milljónir króna og 1.200 milljónir króna

 • launakostnaður nam að minnsta kosti 10% af rekstrargjöldum 2019

 • hafa ekki greitt arðgreiðslur og engin kaup á eigin hlutabréfum frá 1. mars

 • hafa engin alvarleg vanskil

 • hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára

 • hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur

 • vera rekstrarhæft skv. hlutlægum viðmiðum eftir heimsfaraldurinn

Hvernig er sótt um?

 • Prófkúruhafi fyrirtækis fyllir út umsókn á Ísland.is. Hægt er að smella á umsóknina á þessari síðu.

 • Umsóknin berst þá þeirri lánastofnun sem fyrirtækið velti mest hjá 2019 en lánastofnunin tekur ákvörðun um lánveitinguna.

 • Heimilt er að veita lánin til og með 31. maí og því mikilvægt að sækja um tímanlega.

Algengar spurningar og nánari upplýsingar um Stuðningslánin á Ísland.is.

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng