28. nóvember 2024
28. nóvember 2024
Fréttabréf nóvember 2024
Fréttabréf Stafræns Íslands nóvember 2024.
Þekking og notkun Ísland.is eykst milli ára
Næstum allir landsmenn þekkja til Ísland.is og hafa einhvern tíma nýtt þjónustu sem er í boði þar eða 97%. Þetta kemur fram í nýlegri netkönnun Gallup á notkun og viðhorfi til kjarnaþjónusta Stafræns Íslands. Almennt mælist þekking, notkun og ánægja vel í öllum hópum, hvort sem horft er til aldurs, búsetu, menntunar eða tekna. Svörin gefa til kynna að stafræn vegferð hins opinbera sé á réttri leið og í takti við vilja og væntingar landsmanna en markvissa aukningu er að merkja í þekkingu og notkun á Ísland.is og þeim þjónustum sem þar er að finna.
Auk þess sem flestir landsmenn þekkja og nota Ísland.is eru Mínar síður mikið nýttar, en aðeins um 10 % hafa aldrei nýtt sér þjónustuna sem þar er að finna. Helmingur þess hóps þekkir þjónustuna þó að þau nýti hana ekki. Athygli vekur að 80% hafa notað Stafræna pósthólfið en fyrir tveimur árum var hlutfallið aðeins 44%.
Lesa nánar um netkönnun Ísland.is
Boðun fyrir dóm í Stafræna pósthólfinu
Fyrir skemmstu var fyrsta rafræna ákæran gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt í Stafræna pósthólfinu.
Allir tengdir um áramótin
88 opinberir aðilar hafa innleitt Stafræna pósthólfið og miðla þannig göngum til einstaklinga og fyrirtækja. Lögum samkvæmt eiga allir opinberir aðilar að vera búnir að tengjast um áramótin svo við eigum von á að sjá þessa tölu rísa ansi hratt nú í lok árs.
Lesa nánar um Stafræna pósthólfið
Útboð um þróun X-Road
Nordic Institute for Interoperability Solutions auglýsir útboð um þróun á gagnasamskipta lausninni X-Road en útboðsfrestur er til og með 4.desember 2024.
Velkominn Héraðssaksóknari
Við bjóðum Héraðssaksóknara velkominn en stofnunin flutti nýverið vef sinn inn á Ísland.is.
Velkomin Barna- og fjölskyldustofa
Fjölskyldan stækkar með flutningi Barna- og fjölskyldustofu á Ísland.is.
Vefur Barna- og fjölskyldustofu
Velkomin Faggilding
Faggilding hefur flutt vef sinn á Ísland.is og er fertugasti og fjórði meðlimur Ísland.is samfélagsins.
Vefur Faggildingar á Ísland.is
Tengjum ríkið komið á netið
Öll erindi frá Tengjum ríkið sem fór fram í lok september eru nú aðgengileg á vef Stafræns Íslands.
59 umsóknir
Umsóknarfrestur um starf ritstjóra Ísland.is rann út þann 14.nóvember síðastliðinn. Alls sóttu 59 um starfið en úrvinnsla umsókna er í fullum gangi. Fyrr en síðar mun því verða viðbót í annars metnaðarfullt teymi Stafræns Íslands. Ritstjóri mun leiða stefnumótun á framsetningu efnis á Ísland.is, þróa efnis- og aðgengisstefnu Ísland.is og styðja þannig við umbreytingar í stafrænni opinberri þjónustu.
Meðal verkefna Stafræns Íslands:
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Umsóknir á Ísland.is
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekuáætlun TR
Tilkynning um vinnuslys
Tilkynning um netglæp
Umsókn um framhaldskólanám
Vefir í vinnslu:
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítali
Lögreglan
Persónuvernd
Rannís
Skipulagsstofnun
Vinnumálastofnun
Umboðskerfi Stafræns Íslands - í vinnslu:
Umboðstegund fyrir forsjáraðlia barna 16 ára og yngri
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja