Fara beint í efnið

8. nóvember 2024

Boðun fyrir dóm birt í Stafræna pósthólfinu

Í síðustu viku var fyrsta ra­f­ræna ákær­an gef­in út vegna um­ferðarlaga­brota og í fram­haldi var fyrsta ra­f­ræna fyr­ir­kallið birt í Stafræna pósthólfinu.

Konavidtolvu_madurmsima

Í síðustu viku var fyrsta ra­f­ræna ákær­an gef­in út vegna um­ferðarlaga­brota og í fram­haldi var fyrsta ra­f­ræna fyr­ir­kallið birt í Stafræna pósthólfi Ísland.is.

Ákærur og birtingar vegna umferðarlagabrota birtast nú í Stafrænu pósthólfi einstaklinga á Ísland.is þar sem hægt er að staðfesta móttöku á gögnunum. Í þeim tilfellum sem það tekst ekki hefur lögregla nú samhliða tekið upp snjallforrit til þess að birta einstaklingum ákærur í persónu. Sömuleiðis geta einstaklingar fylgst með dómsmálum sínum á Mínum síðum Ísland.is undir nýjum flokki sem ber heitið Lög og regla.

Þessi framþróun varð möguleg vegna breyt­ingar á lög­um um meðferð saka­mála sem samþykkt var í sum­ar.

Til þessa hafa ákær­ur ásamt skjala­skrám verið flutt­ar á papp­ír milli ein­stak­linga og stofn­ana. Mark­miðið með þess­ari veg­ferð er að hætta að flytja fólk og papp­ír og gera gögn frek­ar aðgengi­leg með ra­f­ræn­um hætti þegar þeirra er þörf. Það leiðir til lægri máls­kostnaðar, styttri málsmeðferðar­tíma, minna kol­efn­is­spors og auk­ins gagn­sæ­is fyr­ir alla aðila máls.

Unnið er að því að færa all­ar ákær­ur yfir á ra­f­rænt form en ekki aðeins vegna um­ferðarlaga­brota. Dómsmálaráðneytið leiddi verkefnið í nánu samstarfi við Stafrænt Ísland.

Frá og með áramótum þá verða allir opinberir aðilar byrjaðir að birta mikilvæg gögn einstaklinga og fyrirtækja í Stafræna pósthólfinu. Stafræna pósthólfið er að finna á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.

Stafræna pósthólfið ásamt Mínum síðum Ísland.is eru í sífelldri þróun með það að markmiði einfalda líf fólks og bæta aðgengi að mikilvægum og ganglegum upplýsingum sem er að finna hjá hinu opinbera.