20. apríl 2023
20. apríl 2023
Fréttabréf apríl 2023
Fréttabréf Stafræns Íslands apríl 2023. Verkefni Ísland.is náðu frábærum árangri á Íslensku vefverðlaununum í ár og unnu til tvennra verðlauna.
Tvenn verðlaun á Íslensku vefverðlaununum
Verkefni Ísland.is náðu frábærum árangri á Íslensku vefverðlaununum í ár og unnu til tvennra verðlauna. Um er að ræða verkefnin Mínar síður Ísland.is sem vefkerfi ársins og Innskráning fyrir alla sem tæknilausn ársins.
Verkefni Stafræns Íslands hlutu sömuleiðis tilnefningu í eftirfarandi flokkum en mikill heiður að hljóta tilnefningu.
Tilnefningarnar sjö voru:
• Ísland.is appið í flokknum App ársins
• Ísland.is í flokknum Opinber vefur ársins
• Réttarvörslugátt í flokknum Stafræn lausn ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Tæknilausn ársins
• Mínar síður Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Vefkerfi ársins
• Umsóknarkerfi Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins
Við hjá Stafrænu Íslandi erum virkilega stolt af þessum árangri sem við höfum náð með okkar samstarfsstofnunum og samstarfsteymum. Þetta er stórt samfélag sem á þessi verðlaun en allir að baki Ísland.is samfélagsins brenna fyrir að bæta stafræna þjónustu hins opinbera og einfalda líf fólks hér á landi.
Takk fyrir veturinn,
Starfsfólk Stafræns Ísland
Vegabréfsupplýsingar barna í Ísland.is appinu
Nú getur þú séð upplýsingar um vegabréfið þitt og barna í þinni forsjá í Ísland.is appinu. Þar birtast almennar upplýsingar eins og nafn, kyn, númer vegabréfs og gildistími þess. Þetta mun auðvelda fólki að nálgast upplýsingar úr eigin vegabréfi sem og barna í sinni forsjá til dæmis þegar á að bóka á flug.
Rafrænar þinglýsingar skila árangri
Fyrsta fasteignasalan þinglýsti í síðustu viku afsali vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti.
Lesa frétt um rafrænar þinglýsingar
Opinberu fjármálin þín á Mínum síðum Ísland.is
Undir Fjármálum á Mínum síðum á Ísland.is má finna ýmsar fjármálatengdar upplýsingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila.
Frétt um fjármálin á Ísland.is
Stafræn skil til Ríkisendurskoðunar
Ríkisendurskoðun tekur nú á móti ársreikningum kirkjugarða, stjórnmálasamtaka og einstaklingsframboða með stafrænum hætti. Lykilupplýsingar úr ársreikningum eru skráðar beint í gagnagrunn fyrir tölulega vinnslu ásamt undirrituðum ársreikningi.
Frétt um rafræn skil Ríkisendurskoðunar
Að læra á bíl
Nýr lífsviðburður fyrir ökunema er kominn á Ísland.is en hann var unninn í samstarfi við Samgöngustofu. Þá verður ökunámsbókin að aðeins á stafrænu formi frá 1. maí og því engin hætta á að bókin týnist.
Áhrifavaldar Ísland.is
Stafrænt Ísland óskaði eftir sjálfboðaliðum til að gerast áhrifavaldar á þau stafrænu verkefni sem unnið er að hjá Stafrænu Íslandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 237 manns gáfu kost á sér sem hafa þegar veitt endurgjöf á nokkur verkefni. Enn er hægt að skrá sig og gerast áhrifavaldur.
Innskráning fyrir alla - Stafræna spjallið
Innskráning fyrir alla er umræðuefni Stafræna spjallsins að þessu sinni.
Stafræna spjallið: Innskráning fyrir alla
Meðal verkefna í vinnslu hjá Stafrænu Íslandi:
Ákvörðun um skipti dánarbús
Birting á einstaklingum með Verðbréfaréttindi á Íslandi
Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is
Birting á lögmannaskrá á Ísland.is
Eigendaskipti ökutækis
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun einkamekis ökuréttindi
Endurnýjun ökuréttinda
Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Mínar síður: Hugverkaréttindin mín
Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands
Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU
Mínar siður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Mínar síður. Vélar og tæki
Panta skráningarnúmer ökutækis
Rafræn erfðafjárskýrsla
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur
Staðfesting á endurmenntun vegna verðbréfaréttinda
Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur
Stafrænt örorkuskírteini
Stafræn umsókn um vegabréf
Starfatorg ríkisins á Ísland.is
Tilkynning um vinnuslys
Umsókn um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ES kortið
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Umsókn um starfsvottorð ríkisins
Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða
Umsókn um ökuritakort
Vefur gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
Vefur Samgöngustofu á Ísland.is
Vefur Sjúkrahúsins á Akureyri á Ísland.is
Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is