Fara beint í efnið

20. apríl 2023

Fréttabréf apríl 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands apríl 2023. Verkefni Ísland.is náðu frábærum árangri á Íslensku vefverðlaununum í ár og unnu til tvennra verðlauna.

Vor 2022 mynd (mobile)

Tvenn verðlaun á Íslensku vefverðlaununum 

Verkefni Ísland.is náðu frábærum árangri á Íslensku vefverðlaununum í ár og unnu til tvennra verðlauna. Um er að ræða verkefnin Mínar síður Ísland.is sem vefkerfi ársins og Innskráning fyrir alla sem tæknilausn ársins.

Verkefni Stafræns Íslands hlutu sömuleiðis tilnefningu í eftirfarandi flokkum en mikill heiður að hljóta tilnefningu.

Tilnefningarnar sjö voru:
• Ísland.is appið í flokknum App ársins
• Ísland.is í flokknum Opinber vefur ársins
• Réttarvörslugátt í flokknum Stafræn lausn ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Tæknilausn ársins
• Mínar síður Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Vefkerfi ársins
• Umsóknarkerfi Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins

Við hjá Stafrænu Íslandi erum virkilega stolt af þessum árangri sem við höfum náð með okkar samstarfsstofnunum og samstarfsteymum. Þetta er stórt samfélag sem á þessi verðlaun en allir að baki Ísland.is samfélagsins brenna fyrir að bæta stafræna þjónustu hins opinbera og einfalda líf fólks hér á landi.

Takk fyrir veturinn,
Starfsfólk Stafræns Ísland


Vegabréfsupplýsingar barna í Ísland.is appinu

Nú getur þú séð upplýsingar um vegabréfið þitt og barna í þinni forsjá í Ísland.is appinu. Þar birtast almennar upplýsingar eins og nafn, kyn, númer vegabréfs og gildistími þess. Þetta mun auðvelda fólki að nálgast upplýsingar úr eigin vegabréfi sem og barna í sinni forsjá til dæmis þegar á að bóka á flug.

Lesa frétt um vegabréf


Rafrænar þinglýsingar skila árangri

Fyrsta fasteignasalan þinglýsti í síðustu viku afsali vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti.

Lesa frétt um rafrænar þinglýsingar


Opinberu fjármálin þín á Mínum síðum Ísland.is 

Undir Fjármálum á Mínum síðum á Ísland.is má finna ýmsar fjármálatengdar upplýsingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila.

Frétt um fjármálin á Ísland.is


Stafræn skil til Ríkisendurskoðunar  

Ríkisendurskoðun tekur nú á móti ársreikningum kirkjugarða, stjórnmálasamtaka og einstaklingsframboða með stafrænum hætti. Lykilupplýsingar úr ársreikningum eru skráðar beint í gagnagrunn fyrir tölulega vinnslu ásamt undirrituðum ársreikningi.

Frétt um rafræn skil Ríkisendurskoðunar


Að læra á bíl 

Nýr lífsviðburður fyrir ökunema er kominn á Ísland.is en hann var unninn í samstarfi við Samgöngustofu. Þá verður ökunámsbókin að aðeins á stafrænu formi frá 1. maí og því engin hætta á að bókin týnist.

Að læra á bíl - lífsviðburður


Áhrifavaldar Ísland.is

Stafrænt Ísland óskaði eftir sjálfboðaliðum til að gerast áhrifavaldar á þau stafrænu verkefni sem unnið er að hjá Stafrænu Íslandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 237 manns gáfu kost á sér sem hafa þegar veitt endurgjöf á nokkur verkefni. Enn er hægt að skrá sig og gerast áhrifavaldur. 

Gerast áhrifavaldur Ísland.is


Innskráning fyrir alla - Stafræna spjallið

Innskráning fyrir alla er umræðuefni Stafræna spjallsins að þessu sinni.

Stafræna spjallið: Innskráning fyrir alla


Meðal verkefna í vinnslu hjá Stafrænu Íslandi:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á einstaklingum með Verðbréfaréttindi á Íslandi

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun einkamekis ökuréttindi

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar siður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Mínar síður. Vélar og tæki

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Staðfesting á endurmenntun vegna verðbréfaréttinda

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Starfatorg ríkisins á Ísland.is

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ES kortið

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um starfsvottorð ríkisins

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

  • Vefur Samgöngustofu á Ísland.is

  • Vefur Sjúkrahúsins á Akureyri á Ísland.is

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is