Fara beint í efnið

14. apríl 2023

Vegabréfaupplýsingar barna aðgengilegar í Ísland.is appinu

Nú getur þú séð upplýsingar um vegabréfið þitt og barna í þinni forsjá í Ísland.is appinu

Vegabréf

Þar birtast almennar upplýsingar eins og nafn, kyn, númer vegabréfs og gildistími þess. Þetta mun auðvelda fólki að nálgast upplýsingar úr sínu vegabréfi eða barna í sinni forsjá til dæmis þegar á að bóka á flug.

Ekki hægt að nýta upplýsingar úr vegabréfum sem er að finna í Ísland.is appinu eða á Mínum síðum í stað vegabréfs eða á ferðalögum erlendis. Það er því mikilvægt að hafa ávallt gild vegabréf meðferðis þegar ferðast er.

Árið 2022 voru gefin út 3758 vegabréf að meðaltali í hverjum mánuði og álag umsókna um vegabréf eykst í mars og stendur hæst í maí og júní samkvæmt tölfræði Þjóðskrár. Það sem af er ári 2023 er búið að framleiða 13.503 vegabréf.

Almenn vegabréf í gildi fyrir 18 ára og eldri eru 250.763 og vegabréf barna 18 ára og yngri eru 87.150 talsins. Unnið er að því að hægt verði að staðfesta forsjá með rafrænum hætti milli forsjáraðila. Í því felast aukin þægindi fyrir forsjáraðila sem búa t.d. í sitthvorum landshluta eða af öðrum ástæðum geta ekki báðir komið á umsóknarstað með barni sínu. 

Sömuleiðis verður á næstu vikum hægt að sækja um vegabréf stafrænt og standa vonir til að það muni einfalda líf fjölda fólks.