Eyvör NCC-IS hæfnisetur í netöryggi
Eyvör NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi, veitir netöryggisstyrki til verkefna á sviði netöryggis á Íslandi.
Styrkir eru ætlaðir til þess að efla við aðlögun og innleiðingu á nýjum netöryggislausnum og hönnun þeirra meðal íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila.
Sérstök áhersla er á þekkingaruppbyggingu og innleiðingu nýjustu netöryggislausna meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einnig er horft til samstarfs atvinnulífsins og opinberra aðila í samræmi við Netöryggisstefnu Íslands 2022 – 2037.
Lýsing styrkveitinga og umsókn
Umsóknir um styrki eru metnar út frá hlutverki og áherslum hverju sinni og stuðlar beint að sértæku markmiði nr. 3 í vinnuáætlun Digital Europe 2021 – 2022 sem lýtur að því að tryggja víðtæka innleiðingu og þekkingu á netöryggislausnum innan Evrópuríkja.
Netöryggisstyrknum er úthlutað frá National Coordination Centre á Íslandi (NCC-IS), Eyvör og sér Rannís um umsýslu styrksins. Styrkurinn er að helmingi fjármagnaður með Digital Europe áætluninni og að helmingi af ríkissjóði.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Finna má ítarupplýsingar hér í undirköflum (sjá valmynd).
Umsjónarmaður netöryggisstyrks hjá Rannís veitir frekari upplýsingar og aðstoð alla virka daga frá 9:00–15:00 í síma 515 5832 og tölvupósti: ncc@rannis.is.

Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands