Sjóður
Eyvör NCC-IS
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 01. desember 2025
Umsóknartímabil
01.10.2025 - 01.12.2025
Styrkjaflokkun
Innlent
Tegund
Fjármögnun
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands
Netöryggisstyrkur Eyvarar
Styrkur fyrir opinberar stofnanir og lítil og meðalstór fyrirtæki til að efla netöryggi og varnir, og stuðla þannig að öryggi gagnvart netárásum.
Sjóður
Eyvör NCC-IS
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 01. desember 2025
Umsóknartímabil
01.10.2025 - 01.12.2025
Styrkjaflokkun
Innlent
Tegund
Fjármögnun
Netöryggisstyrkur Eyvarar
Lokað fyrir umsóknir / Frestur var til 01. desember 2025
Markmið styrksins er að efla netöryggi og varnir, og stuðla þannig að öryggi gagnvart netárásum.
Umsækjendur þurfa að flokkast sem lítil eða meðalstór fyrirtæki skv. skilgreiningu ESB, eða opinber stofnun. Hámarksstyrkupphæð getur numið allt að 15 milljónum króna og gerð er krafa um a.m.k. 20% mótframlag af heildarkostnaði verkefnis.
Lengd verkefnis er auglýst fyrir hvern umsóknarfrest en gera má ráð fyrir að verkefni geti staðið yfir í sex til níu mánuði. Þessi styrkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð (De minimis). Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður tengsl verkefnis við markmið netöryggisstyrksins að vera augljós. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós.
Hverjir geta sótt um?
Lítil og meðalstór fyrirtæki, SMEs, sem og opinberar stofnanir óháð stærð. Sjá skilgreiningu ESB á SMEs:
Meðalstór fyrirtæki: Færri en 250 starfsmenn og velta undir 50 miljón evra eða efnahagsreikningur undir 43 miljón evra.
Lítil fyrirtæki: Færri en 50 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 10 miljónum evra.
Örfyrirtæki: Færri en 10 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 2 milljónum evra.
Hvernig er sótt um?
Sótt er um í rafrænu umsóknakerfi Rannís - Mínar síður. Leyfilegt er að umsókn sé skrifuð á íslensku eða ensku. Umsókn verða að fylgja eftirfarandi fylgigögn:
Ferilskrá tengiliðs/verkefnisstjóra.
Leyfilegt er að umsókn fylgi einnig eftirfarandi fylgigögn:
Vefslóð á myndband:
Senda má hlekk á myndskrá þar sem verkefnið er kynnt. Myndskráin skal ekki vera lengri en 5 mínútur. Umsækjendur geta notað veitur eins og Youtube, Vimeo eða aðrar sambærilegar. Myndskráin skal vera aðgengileg þar til úthlutun liggur fyrir.
Glærukynning:
Að hámarki 10 glærur (þ.m.t. forsíða, heimildaskrá o.s.frv.) sem unnin skal í Powerpoint eða öðru sambærilegu forriti. Kynningin á að vera á PDF formi þegar hún er send inn. Ekki er tekið við skrá stærri en 10 MB. Æskilegt er að glærur séu einfaldar, skýrar og hnitmiðaðar.
Svör við spurningum
Umsjónarmaður netöryggisstyrks hjá Rannís veitir frekari upplýsingar og aðstoð alla virka daga frá 9:00–15:00 í síma 515 5832 og tölvupósti: ncc@rannis.is.
Þjónustuaðili