Eyvör NCC-IS hæfnisetur í netöryggi
Stjórn og fagráð Eyvarar
Stjórn
Stjórn Eyvarar er skipuð fimm einstaklingum til tveggja ára í senn. Tímabilið 2025-2027 er stjórnin skipuð eftirtöldum einstaklingum:
Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri innviðaráðuneytisins.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti samfélagssviðs HR.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu og stjórnarformaður.
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.
Svandís Unnur Sigurðardóttir, teymisstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís.
Fagráð
Fagráð samanstendur af sex einstaklingum með sérfræðiþekkingu í netöryggi:
Bryndís Bjarnadóttir, netöryggissérfræðingur hjá CERT-IS.
Hákon L. Aakerlund, öryggisstjóri Arion banka.
Kristinn Guðjónsson, netöryggisverkfræðingur hjá Shopify.
Theodór R. Gíslason, framkvæmdastjóri Defend Iceland og formaður fagráðs.
Tinna Harðardóttir, öryggisstjóri hjá Innnes.
Tinna Þuríður Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá European Centre of Excellence for Countering Hybrid Threats.
Netöryggisstyrkur heyrir undir innviðaráðherra, og er veittur á grundvelli 42. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
Rannís hefur umsjón með styrknum í samvinnu við Eyvör og sér um yfirferð og mat umsókna.
Eyvör er hluti af neti evrópsku sérfræðimiðstöðvarinnar í netöryggi, European Cyber Security Competence Center (ECCC), og er stuðningurinn ætlaður að uppfylla markmið ECCC, sem skilgreind eru í reglugerð (ESB) 2021/887 frá Evrópusambandinu.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands