Eyvör NCC-IS hæfnisetur í netöryggi
Greiðslur og skýrsluskil
Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega, innan eins mánaðar frá því að styrkur er veittur.
Styrkur er greiddur sem tvær greiðslur og er hann lagður inn á bankareikning viðkomandi styrkþega: Við undirritun úthlutunarskilmála koma 80% styrksins þegar til greiðslu en 20% eftir að rafræn lokaskýrsla um framkvæmd verkefnisins og ráðstöfun styrksins hefur borist stjórn, og kynning haldin þar sem helstu niðurstöður verkefnisins eru kynntar. Heimilt er þó að greiða styrkinn út í einu lagi ef heildarupphæðin er undir 1 millj. Kr.
Skýrsluskil
Lokaskýrslu skal skila til Rannís í síðasta lagi í 20. ágúst 2026. Hún er samantekt á verkefninu og helstu niðurstöðum og árangri. Skýrslan er aðgengileg í rafrænu umsóknarkerfi Rannís.
Til að hljóta lokagreiðslu, er skilyrði að styrkþegar kynni helstu niðurstöður verkefnis á sérstakri kynningu í september ár hvert. Eyvör telur einnig æskilegt að styrkþegi kynni t.d. á vefsíðu sinni það verkefni sem hann hefur hlotið styrk til.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands