Eftirlit með heilbrigðisstofnunum og starfsstofum
Embætti landlæknis hefur reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma.
Landlæknir hefur heimild til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu og er þeim skylt að verða við slíkri kröfu. Landlæknir skal eiga greiðan aðgang að heilbrigðisstofnunum og starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna til eftirlits.
Embætti landlæknis safnar margvíslegum gögnum úr heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að afla þekkingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, sinna eftirliti, meta árangur og gera áætlanir um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu og sinnir einnig athugunum að beiðni stjórnvalda.
Embætti landlæknis notar fjölbreyttar leiðir til að sinna þessum lagaákvæðum og styðst m.a. við gæðaviðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Með eftirlitsstarfi sínu hefur embættið það að leiðarljósi að árangursríkasta leiðin til að bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er að efla samstarf og samráð við stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana.
Undir eftirlit landlæknis heyra tæplega 2000 rekstrareiningar.
Tengt efni
Eflum gæði og öryggi í íslenskri heilbrigðisþjónustu, leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstofnanir. Útgefið 2016
Dreifibréf embættis landlæknis nr. 2/2015 um lyfjagjafir í heilbrigðisþjónustu
Viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum skilgreind. Útgefið 2015
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis