Fara beint í efnið

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt við tvenns konar aðstæður:

  • Til fólks sem hefur flúið til Íslands frá Úkraínu og fengið vernd vegna fjöldaflótta.

  • Við efnislega meðferðar umsóknar um alþjóðlega vernd.

Athugið að ekki er hægt að sækja sérstaklega um dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Vegabréf fyrir útlendinga

Einstaklingur með dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem var veitt í kjölfar efnislegrar meðferðar umsóknar um vernd, getur sótt um vegabréf fyrir útlendinga til ferða til útlanda.

Skilyrði er að umsækjandi sé löglega búsettur hér á landi og geti sýnt fram á að hann geti ekki fengið ferðaskilríki frá heimaríki eða að hann sé ríkisfangslaus.

Lög

Dvalarleyfið er veitt á grundvelli 74. greinar laga um útlendinga.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun