Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd sem ekki uppfylla skilyrði alþjóðlegrar verndar eða viðbótarverndar, ef þeir geta sýnt fram á ríka þörf fyrir vernd til dæmis af heilbrigðisástæðum eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem viðkomandi yrði vísað til.

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er einnig veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd ef þeir hafa ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða frá umsókn, eða 16 mánaða ef um barn er að ræða. Skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis í þeim tilvikum eru að:

  • tekin hafi verið skýrsla af umsækjanda um alþjóðlega vernd,

  • ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er,

  • ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda,

  • útlendingur hafi veitt upplýsingar og aðstoð við úrlausn máls.

Vegabréf fyrir útlendinga

Einstaklingur með dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem var veitt í kjölfar efnislegrar meðferðar umsóknar um vernd, getur sótt um vegabréf fyrir útlendinga til ferða til útlanda.

Skilyrði er að umsækjandi sé löglega búsettur hér á landi og geti sýnt fram á að hann geti ekki fengið ferðaskilríki frá heimaríki eða að hann sé ríkisfangslaus.

Lög

Dvalarleyfið er veitt á grundvelli 74. greinar laga um útlendinga.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun