Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Mannúðarleyfi á grundvelli sameiginlegrar verndar

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja beitingu 44. greinar útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá Úkraínu til og með 2. mars 2027.

Þetta þýðir að eftirtaldir einstaklingar, sem koma til Íslands frá Úkraínu, munu áfram eiga rétt á sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta:

  1. úkraínskir ríkisborgarar, sem búsettir voru í Úkraínu 24. febrúar 2022,

  2. einstaklingar sem nutu alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar eða voru handhafar dvalarleyfis af mannúðarástæðum í Úkraínu 24. febrúar 2022,

  3. fjölskyldumeðlimir þeirra sem liðir 1 og 2 ná til, burtséð frá því hvort viðkomandi fjölskyldumeðlimir eru þriðja ríkis borgarar og gætu með öruggum hætti horfið aftur til upprunaríkis. Með fjölskyldumeðlimum er átt við:

    • maka eða sambúðarmaka, sem var hluti af viðkomandi fjölskyldu 24. febrúar 2022;

    • börn og stjúpbörn undir 18 ára;

    • aðra nána ættingja sem eru að hluta eða alfarið háð einstaklingum sem liðir 1 og 2 ná til.

Lög

Dvalarleyfið er veitt á grundvelli 74. greinar laga um útlendinga.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun