Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar

Afturköllun verndar

Útlendingastofnun getur afturkallað veitingu viðbótarverndar, ef flóttamaður eða ríkisfangslaus einstaklingur:

  • hefur sjálfviljugur notfært sér vernd heimalands síns á ný,

  • hefur sjálfviljugur endurheimt ríkisfang sitt sem hann hafði glatað,

  • hefur öðlast nýtt ríkisfang og nýtur verndar hins nýja heimalands,

  • hefur sjálfviljugur sest að á ný í því landi sem hann yfirgaf eða dvaldist ekki í vegna ótta við ofsóknir,

  • getur ekki lengur neitað að hagnýta sér vernd heimalands síns vegna þess að aðstæðurnar sem höfðu í för með sér að hann var viðurkenndur flóttamaður eru ekki lengur fyrir hendi,

  • getur horfið aftur til landsins sem hann hafði áður reglulegt aðsetur í vegna þess að aðstæðurnar sem leiddu til þess að hann var viðurkenndur flóttamaður eru ekki lengur fyrir hendi, ef um ríkisfangslausan einstakling er að ræða.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun