Fara beint í efnið

Atvik í heilbrigðisþjónustu

Óvænt alvarleg atvik - tilkynningarskylda heilbrigðisþjónustu

  • Óvænt alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum.

  • Heilbrigðisþjónustu, sjálfsætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna embætti landlæknis án tafar um alvarleg óvænt atvik.

  • Þegar óvænt dauðsfall verður á heilbrigðisstofnun eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúkdóms, skal einnig tilkynna það til lögreglu.

Tilkynning um óvænt alvarlegt atvik á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis