Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Missi ég örorkugreiðslur ef ég flyt erlendis?

Já ef þú flytur til lands sem Ísland er ekki með samning við um réttindi milli landa.

Ef þú flytur til EES lands heldur þú örorkulífeyrisgreiðslunum þínum nema allar uppbætur falla niður. Ísland er einnig með samning við nokkur önnur ríki sem og Bandaríkin og Kanada.

Ef þú ert með örorkumat og flytur til Bretlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit), þá falla greiðslur niður við flutninga. Örorkumat þitt fellur þó ekki úr gildi hjá TR. Ef þú flytur aftur til Íslands eða til annarra samningsríkja sem Ísland hefur gert samning við, þá hefjast greiðslur að nýju við staðfestingu á búsetu frá búsetulandi.

Hægt er að sjá nánar um samningsríki hér.