Tryggingastofnun: Örorka
Hvað er framfærsluuppbót? Er það sama og sérstök uppbót til framfærslu?
Já framfærsluuppbót eða sérstök uppbót til framfærslu eru viðbótargreiðslur við örorku- og endurhæfingarlífeyri sem eru settar á þegar lífeyrisþegar eru með engar eða mjög lágar tekjur frá öðrum en TR. Þessi framfærsluuppbót fellur ekki undir venjulegu frítekjumörkin heldur er með sitt eigið frítekjumark, framfærsluuppbótin lækkar um 65 aura á móti hverri krónu skattskyldra tekna sem koma inn hvort sem það eru launa-, lífeyrissjóðs- eða fjármagnstekjur.