Tryggingastofnun: Örorka
Á ég rétt á örorkulífeyri/örorkustyrk?
Þau sem eru á aldrinum 18 til 67 ára geta sótt um að fara í örorkumat þar sem metin er færni eftir sjúkdóma, slys eða fötlun. Skilyrði er að endurhæfing sé fullreynd áður en örorka er metin. Örorkumat er forsenda þess að þú fáir greiddan örorkulífeyri eða örorkustyrk.