Tryggingastofnun: Örorka
Af hverju fæ ég örorkustyrk en ekki örorkulífeyri eftir að ég klára endurhæfingarlífeyri?
Örorka er metin eftir stigagjöf fyrir hvert atriði sem snýr að færni út frá örorkumatsstaðli. Útkoma örorkumatsins segir til um réttindi: 50 til 74% veitir örorkustyrk, 75% og meira veitir örorkulífeyri. Þú getur óskað eftir rökstuðningi á matinu með því að senda erindi í gegnum Mínar síður TR.