Vaglaskógur - bæklingur og kort
Almennt um skóginn
Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Á Vöglum er starfstöð Skógræktarinnar og aðsetur skógarvarðarins á Norðurlandi. Starfsemin felst í umhirðu skóglenda Skógræktarinnar á Norðurlandi, grisjun, úrvinnslu og sölu afurða. Á Vöglum er unnið að trjákynbótum, ræktuð fræ nytjatrjátegunda og þar er fræmiðstöð Skógræktarinnar með frægeymslum og fræsölu.
Staðsetning og aðgengi
Um miðbik Fnjóskadals, austan Fnjóskár, er Vaglaskógur. Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, eða um 34 km ef farið er um Víkurskarð en aðeins um 18 km um Vaðlaheiðargöng en þá þarf að greiða veggjald, sjá veggjald.is.
Þjónustuaðili
Land og skógur