Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu

Áhættumat á fjármögnun gereyðingarvopna
22. ágúst 2025
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út sitt fyrsta áhættumat á fjármögnun gereyðingarvopna, sem er viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í lok árs 2023.

Engar vísbendingar eru um að slík fjármögnun hafi átt sér stað hér á landi, né heldur um brot eða sniðgöngu á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum. Ísland telst því áhættulítið land í þessu samhengi.
Áhættumatið byggir á greiningu á þremur flokkum ógna: ríki sem sæta þvingunaraðgerðum (Norður-Kórea og Íran), aðilar óháðir ríki og útflutningur á hlutum með tvíþætt notagildi.