Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu
Fjármögnun hryðjuverka
1. janúar 2019 voru samþykkt á Alþingi ný heildarlög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmið laganna er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi.
Hvað er fjármögnun hryðjuverka?
Í lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er fjármögnun hryðjuverka skilgreint:
Öflun fjár, hvort sem er með beinum eða óbeinum hætti, í þeim tilgangi eða með vitneskju um að nota eigi það í heild eða að hluta til að fremja brot sem er refsivert skv. 100. gr. a – 100. gr. c almennra hegningarlaga.
Viðurlög
Fjármögnun hryðjuverka varðar allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 101. gr. b almennra hegningarlaga.