Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Um nefndina
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er sjálfstæð og óháð opinber nefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu. Markmið nefndarinnar er að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við úrlausn ágreinings utan dómstóla.
Nefndin starfar samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019 sem tóku gildi 1. janúar 2020. Nánar er kveðið á um störf nefndarinnar og málsmeðferð í reglugerð nr. 1177/2019 um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem einnig tók gildi 1. janúar 2020.