Til að nálgast kvörtun og fylgigögn frá neytanda þarf seljandi að skrá sig inn á vefgátt nefndarinnar og getur í kjölfarið sent inn andsvör ásamt fylgigögnum undir "Aðgerðir".
Innskráning
Ef seljandi er einstaklingur í atvinnurekstri skráir hann sig inn með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi.
Ef seljandi er skráð fyrirtæki getur prókúruhafi þess skráð sig inn á vefgátt nefndarinnar. Eftir innskráningu er hægt að veita öðrum aðila umboð í gegnum umboðsmannakerfi Ísland.is. Þegar öðrum aðila er veitt umboð mun sá aðili fá aðgang að öllum gögnum sem umboðsveitandi hefur í vefgátt kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og getur lagt fram gögn, andsvör og athugasemdir.
Sá sem fengið hefur umboð notar eigin rafræn skilríki eða auðkennisapp og velur hlutverk eftir innskráningu.
Skráning umboða
Til að skrá nýtt umboð eða gera breytingar á þegar skráðum umboðum er hægt að velja „Skráning umboða“ eftir innskráningu á vefgátt kærunefndarinnar. Nýtt umboð er skráð með því að velja „Skrá nýtt umboð“ og skrá kennitölu aðilans sem veita á umboð til. Í kjölfarið skal velja réttindi og haka þar við þjónustugátt kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
Þegar búið er að veita aðila umboð getur umboðshafinn valið, eftir að hafa skráð sig inn á þjónustugátt kærunefndarinnar, að fara inn sem hann sjálfur eða aðilinn sem hann hefur umboð fyrir.