Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Leiðbeiningar til neytenda
Neytandi getur óskað eftir úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa vegna ágreinings sem rís af sölu- eða þjónustusamningi.
Upplýsingar um skilyrði þess að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taki mál til meðferðar má finna hér.
Kvörtun og gögn skal senda inn í gegnum vefgátt nefndarinnar.
Málsmeðferð kærunefndarinnar er rafræn og fer fram í gegnum vefgátt nefndarinnar. Kvörtun getur þó verið send til nefndarinnar í tölvupósti eða bréfpósti. Unnt er að senda kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa á íslensku eða ensku.