Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Skilyrði og takmarkanir á meðferð mála

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tekur til meðferðar ágreining milli neytenda og seljanda vegna samninga um kaup á vöru eða þjónustu.

Skilyrði þess að nefndin geti tekið mál til meðferðar:

  • Kvörtun berst frá neytanda.

  • Kvörtun beinist gegn seljanda.

  • Samningur er á milli neytanda og seljanda í málinu um kaup á vöru eða þjónustu.

  • Neytandi hefur leitað til seljanda og reynt að ná sáttum í ágreiningi án árangurs.

  • Ágreiningur heyrir undir valdsvið nefndarinnar samkvæmt lögum nr. 81/2019 um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.

  • Neytandi greiðir málskotsgjald að fjárhæð 5.000 krónur

Með neytanda er átt við einstakling sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni.

Með seljanda er átt við einstakling, félag, opinberan aðila og aðra sem koma fram í atvinnuskyni og gera samninga við neytendur.

Frávísunarástæður

Ritarar nefndarinnar taka við kvörtunum sem berast og fara yfir þær upplýsingar sem koma fram í kvörtun og meðfylgjandi gögnum. Þegar augljóst er að mál heyrir ekki undir lögsögu nefndarinnar geta ritarar tekið ákvörðun um að vísa máli frá. Neytandi getur óskað eftir því að nefndin taki ákvörðun ritara til endurskoðunar.

Nefndin getur vísað málum frá samkvæmt þeim lögum og reglum sem hún starfar eftir.

Nefndin skal vísa frá málum þegar:

  • Þegar ofangreind skilyrði eru ekki uppfyllt.

  • Ágreiningur varðar málaflokk sem er sérstaklega undanskilinn lögsögu nefndarinnar, það er ágreiningur sem varðar:

    • Heilbrigðisþjónustu

    • Opinbera þjónustu vegna framhaldsnáms eða æðri menntunar

    • Þjónustu í almannaþágu sem er ekki af efnahagslegum toga

    • Fasteignakaup

  • Ágreiningur er til meðferðar eða hefur hlotið meðferð hjá dómstólum.

  • Ágreiningur heyrir undir eða er til meðferðar hjá öðrum viðurkenndum eða lögbundnum úrskurðaraðila.

    • Lista um þær nefndir sem ráðherra hefur viðurkennt í samræmi við lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála má finna hér.

    • Hægt að leita að skráðum úrskurðaraðila sem starfar innan Evrópska efnahagssvæðisins hér.

Nefndinni er heimilt að vísa kvörtun frá þegar:

  • Neytandi hefur ekki reynt að ná sáttum við seljanda áður en kvörtun er send nefndinni

  • Virði vöru eða þjónustu sem deilt er um er hærra en 5.000.000 krónur.

  • Kvörtun er talin lítilvæg eða tilefnislaus

  • Kvörtun er metin ótæk til meðferðar

  • Meðhöndlun máls mun á einhvern hátt skaða alvarlega skilvirka starfsemi nefndarinnar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Heim­il­is­fang

Borgartún 29

105 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: kvth@kvth.is

Sími: +354 510 1125

Síma­tími

Þriðjudagar og fimmtudagar

Kl. 10 - 12