Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Málsmeðferð

Þegar kvörtun berst nefndinni er farið yfir þær upplýsingar sem koma fram í kvörtun og meðfylgjandi gögnum. Ef nefndin telur mál ekki nægilega upplýst er óskað eftir viðbótar upplýsingum eða gögnum til stuðnings kröfu neytanda.

Þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um málsatvik er seljanda boðin aðild að málinu. Seljanda er veittur kostur á að senda nefndinni andsvör vegna kvörtunarinnar ásamt frekari gögnum. Berist nefndinni frekari upplýsingar frá seljanda eða neytenda er mótaðila boðið að yfirfara þær og koma með mótsvör.

Málsmeðferð hjá kærunefndinni fer fram í gegnum vefgátt nefndarinnar. Málsmeðferðin er skrifleg og getur farið fram á íslensku eða ensku.

Úrskurðir nefndarinnar byggja á mati á málsástæðum hverju sinni og þeim upplýsingum og gögnum sem liggja fyrir með hliðsjón af þeim lögum og reglum sem eiga við í hverju máli.

Ef við á getur nefndin beint skriflega til málsaðila spurningum og beiðnum um framlagningu tiltekinna gagna.

Ekki er gerð krafa um að málsaðilar njóti aðstoðar lögmanns eða annarrar sérfræðiráðgjafar.

Um meðferð nefndarinnar á persónuupplýsingum gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Almennar upplýsingar um meðferð kvartana

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Heim­il­is­fang

Borgartún 29

105 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: kvth@kvth.is

Sími: +354 510 1125

Síma­tími

Þriðjudagar og fimmtudagar

Kl. 10 - 12