Fara beint í efnið

Utanlandsferðir barna

Útgáfa vegabréfs fyrir börn

Samþykki vegna útgáfu vegabréfs fyrir barn

Þegar sótt er um vegabréf fyrir barn yngra en 18 ára skulu báðir forsjáraðilar mæta, ef við á, ásamt barni, til þess að sækja um vegabréf barnsins.

Ef annar forsjáraðili barns getur ekki mætt skal hann rita vottað samþykki sitt á ofangreint eyðublað. Ef aðrir en foreldrar barns fara með forsjá þess fer um samþykki þeirra með sama hætti.

Fari forsjáraðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá Íslands að viðkomandi fari einn með forsjá.

Hægt er að sækja upplýsingar um skráða forsjá barns hér:

Skráð forsjá

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15