Fara beint í efnið

COVID-19

COVID-19 sjúkdómurinn er enn í útbreiðslu því er áfram mikilvægt að huga vel að sýkingavörnum.

Greiningar á COVID-19

PCR-próf er gert á heilsugæslu eða sjúkrahúsi og leitar að erfðaefni veirunnar (kjarnsýru, RNA) en hraðpróf leita að prótíni (e. antigen) veirunnar. Ef merki um veiruna finnst telst próf jákvætt en neikvætt ef veiran finnst ekki.

Sjálfspróf eru hraðpróf sem einstaklingar framkvæma á sjálfum sér og yfirleitt lesa þeir einnig og túlka niðurstöður sjálfir. Hægt er að kaupa hraðpróf í apótekum og stórmörkuðum og notast við heima til að fá staðfestingu um smit.

Einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Mikilvægt er að huga að einstaklingsbundnum sýkingavörnum, m.a. handhreinsun, notkun handspritts og andilitsgríma og loftræstingu.    

Veikindi. Fólk með COVID-19 einkenni er ætti að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga eða lengur ef fólk er áfram með einkenni. Einstaklingar ættu að leita nánari leiðbeininga hjá sínum læknum. 

Bólusetningar. Leiðbeiningar um bólusetningar gegn COVID-19.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis