Fara beint í efnið

Umsókn til Alþingis

Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis

Alþingi hefur heimild til að veita íslenskan ríkisborgararétt með lögum.

Sérstakt umsóknareyðublað er notað fyrir beiðni um þingmeðferð. Á umsóknareyðublaðinu þarf umsækjandi að gefa almennar upplýsingar um sig og fjölskylduhagi sína og veita hnitmiðaðan rökstuðning fyrir beiðni til Alþingis um undanþágu frá ríkisborgaralögum. Auk rökstuðningsins er umsækjanda frjálst að leggja fram ítarlegri greinargerð um ástæður undanþágubeiðninnar.

Umsókn

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar.

Kostnaður

Afgreiðslugjald fyrir umsókn um ríkisborgararétt er 27.000 krónur. Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en greiðsla hefur borist.

Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun