Fara beint í efnið

Umsögn um rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði

Sótt er um rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á vef sýslumanna. Sýslumannsembættin senda í framhaldi umsagnarbeiðni til Vinnueftirlitsins að því er varðar vinnuvernd starfsfólks.  

Vinnueftirlitið veitir umsögn um atriði er varða öryggi og aðbúnað starfsfólks á vinnustaðnum og er meðal annars litið til þess að fyrir liggi:  

Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði, en atvinnurekendur bera ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, án tillits til stærðar hans. Tilgangur áætlunarinnar er að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks.  

Í skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði þarf að koma fram: