Fara beint í efnið

Umferðaröryggi og umferðarreglur

Umferðaröryggi

Notkun nagladekkja er bönnuð frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þeirra sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Umferðarfræðsla

Ökumenn geta rifjað upp umferðareglur og kannað þekkingu sína á vef Samgöngustofu.

Umferðarlagabrot

Reiknaðu út sektir og viðurlög við hraðakstri og ölvunarakstri:
Sektarreiknir á vef Samgöngustofu

Þeir sem gerast brotlegir í umferðinni eru dæmdir í sektir og safna refsipunktum í ökuferilsskrá sína.

Refsipunktar eru 1–4 eftir eðli brots. Ef 12 punktar safnast á þremur árum eða skemmri tíma missir ökumaður ökuréttindi í þrjá mánuði.

Byrjandi með bráðabirgðaskírteini hlýtur akstursbann eftir fjóra refsipunkta sem gildir þar til hann hefur sótt sérstakt námskeið og tekið ökupróf að nýju. Byrjendur eru sviptir ökuréttindum við 7 refsipunkta og þurfa að sækja námskeið og taka ökupróf þegar sviptingu lýkur.

Við alvarlegum umferðarbrotum, svo sem ölvunar- og hraðakstri, er ökumaður auk sekta sviptur ökuréttindum.

Við stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur, hraðakstur eða akstur án ökuréttinda má gera ökutæki upptækt.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir