Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

UK-Iceland Explorer náms­styrkja­sjóðurinn

UK-Iceland Explorer námsstyrkir eru ætlaðir íslenskum nemendum sem stefna á framhaldsnám á háskólastigi í Bretlandi.

Markmiðið með UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum er að efla samstarf milli Bretlands og Íslands á sviði háskólamenntunar. Sjóðurinn styður íslenska nemendur sem vilja stunda nám í Bretlandi, styrkir vísinda- og rannsóknarsamfélag landanna og leggur grunn að frekara tvíhliða rannsóknarsamstarfi milli þeirra.

Styrkir eru veittir til náms í öllum fræðigreinum. Forgangur er veittur námi á sviði geimvísinda og skyldra greina.

Geimferðastofnun Bretlands, UK Space Agency, veitir styrkina í samstarfi við Rannís og breska sendiráðið í Reykjavík.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er í janúar ár hvert.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarform UK-Iceland Explorer Fund.

Umsóknarformið má nálgast hér: UK-Iceland Explorer Application Form 2026

Fylgigögn og fyrirspurnir skal senda á netfangið harpa.s.arnarsdottir@rannis.is

Einnig má hafa samband í síma 515 5875.

Vitnisburður styrkþega

Katrín Lea Elenudóttir, sem lauk nýverið meistaranámi í friðar- og öryggisfræðum við King’s College London, er ein þeirra sem hefur nýtt sér UK–Iceland Explorer námsstyrkinn fyrir framhaldsnám í Bretlandi.