Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

UK-Iceland Explorer náms­styrkja­sjóðurinn

Mat og úthlutun

Skilyrði úthlutunar

Umsækjandi skal hafa lokið Bachelor-gráðu hið minnsta og hafa fengið samþykkta skólavist við breskan háskóla á meistara- eða doktorsstigi. Ef umsókn er send inn áður en þetta hefur verið staðfest er möguleg styrkúthlutun veitt með fyrirvara um að gögn til staðfestingar á útskrift / skólavist berist um leið og þau liggja fyrir.

Umsækjandi skal hafa íslenskan ríkisborgararétt og má ekki hafa hlotið námsstyrk frá breskum yfirvöldum áður.

Styrkhafar eru valdir á grundvelli námsárangurs, tengingar náms við áhersluatriði í samstarfi Íslands og Bretlands og metnaðar í framtíðaráformum umsækjenda. Með inngildingu að leiðarljósi er einnig tekið tillit til ólíkra aðstæðna umsækjenda í valferlinu.

Sjóðurinn er opinn nemendum í öllum fræðigreinum en umsóknir sem tengjast geimvísindum og STEM greinum (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði) eru settar í sérstakan forgang þar sem styrkurinn er fjármagnaður af Geimvísindastofnun Bretlands.

Auk framangreinds eru eftirfarandi fræðigreinar sameiginleg forgangsatriði Íslands og Bretlands og verður tekið tillit til þeirra í umsóknarferlinu: mannréttindi og jafnrétti kynjanna; öryggismál og alþjóðasamskipti; hnattræn heilsa.

Mat og úthlutun

Matsnefnd sjóðsins fer yfir umsóknir og gerir tillögu um úthlutun.

Í matsnefnd sitja þrír fulltrúar, einn fyrir hönd menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis, einn frá Sendiráði Bretlands á Íslandi og einn frá Geimvísindastofnun Bretlands.

Rannís hefur umsjón með sjóðnum og sér um úthlutun til styrkþega.