UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðurinn
Leiðbeiningar vegna umsókna
Hvað er styrkt?
UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðurinn veitir styrki til framhaldsnáms á háskólastigi í öllum fræðigreinum. Forgangur er veittur námi á sviði geimvísinda og skyldra greina.
Styrkir eru veittir til háskólanáms í 12 mánuði og nemur heildarstyrkur fyrir fullt nám að hámarki £10.000.
Styrkirnir miðast við háskólanám til fullrar gráðu í Bretlandi. Styttra námstímabil, eins og skiptinám, er ekki styrkhæft.
Í sumum tilfellum býðst nemanda að fara í starfsþjálfun í framhaldi af námi sínu á vegum Geimvísindastofnunar Bretlands (UK Space Agency’s Internship Programme – SPIN).
Hverjir geta sótt um
Einstaklingar sem stefna á háskólanám til fullrar gráðu í Bretlandi, á meistara- eða doktorsstigi.
Umsóknir og fylgigögn
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarform UK-Iceland Explorer Fund. Fylgigögn skal senda á netfangið harpa.s.arnarsdottir@rannis.is
Umsóknarformið má nálgast hér:
Skjöl og ítarefni
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands