Tilkynning um sjálfstæðan rekstur talmeinafræðinga og flutningur á starfsstöð
Talmeinafræðingur sem hefur störf
Talmeinafræðingar sem eru að hefja störf þurfa að senda tilskilin gögn til Sjúkratrygginga og fá staðfestingu frá stofnuninni áður en störf eru hafin. Gögnin eru:
Afrit af löggildingu talmeinafræðings
Staðfesting á sjúklingatryggingu
Staðfesting á frjálsri ábyrgðartryggingu
Samningur Sjúkratrygginga og notanda vegna tengingar við upplýsingarkerfi Sjúkratrygginga
Staðfesting landlæknis á að viðkomandi talmeinafræðingur uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfsemin hefst)
Flutningur á aðra starfsstöð
Hyggist talmeinafræðingur flytja á aðra starfsstöð þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir áður en viðkomandi hefur störf á nýjum stað.
Staðfesting landlæknis á að viðkomandi talmeinafræðingur uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfsemin hefst á þeirri starfsstofu sem talmeinafræðingur flytur starfsemi sína á).
Staðfesting á frjálsri ábyrgðartryggingu
Staðfesting á sjúklingatryggingu
Til að opna nýja stofu talmeinafræðings þurfa eftirfarandi atriði að vera uppfyllt
Sækja þarf um leyfi til að opna nýja stofu til Sjúkratrygginga. Þau gögn sem skila þarf inn með umsókn eru:
Teikningar af fyrirhugaðri starfsstofu með upplýsingum um staðsetningu.
Afrit af samþykki Landlæknis fyrir að rekstur stofu uppfylli faglegar lámarkskröfur í samræmi við reglugerð nr. 786/2007 um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur.
Staðfestingu á stofnun fyrirtækis (stofu talmeinafræðings) frá fyrirtækjaskrá.
Ef um er að ræða húsnæði sem er í eigu opinberra aðila, þarf að skila inn leigusamningi.
Þegar öll gögn hafa borist Sjúkratryggingum er metið hvort viðkomandi starfsstofa uppfylli skilyrði sem sett eru fram í samningi Sjúkratrygginga og talmeinafræðinga. Eiganda stofu er í framhaldi af því sent bréf þar sem staðfest er að viðkomandi stofa sé samþykkt af Sjúkratryggingum. Ekki er heimilt að hefja störf á viðkomandi stofu fyrr en slíkt heimild hefur verið gefin af Sjúkratryggingum.
Upplýsingar um starfandi talmeinafræðinga er hægt að finna á heimasiðu talmeinaræðinga https://www.talmein.is/.
Netfang: thjalfun@sjukra.is
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar