Sjúkraþjálfari sem hefur störf eða flytur á aðra starfsstöð
Sjúkraþjálfari sem hefur störf
Sjúkraþjálfari þarf að óska eftir aðild að samningi með sex mánaða fyrirvara skv. samningi. Haft er samband við Sjúkratryggingar í gegnum heimasíðu stofnunarinnar hér. Eftir það færðu tölvupóst þar sem óskað verður eftir eftirfarandi gögnum með tölvupósti:
Samningur Sjúkratrygginga og notanda vegna tengingar við upplýsingakerfi Sjúkratrygginga
Afrit af starfsleyfi sjúkraþjálfara frá Embætti landlæknis
Staðfesting á fullnægjandi starfsábyrgðartryggingu
Rekstrarleyfi frá Embætti landlæknis
Ef sjúkraþjálfari er að opna nýja stofu má sjá gátlista vegna þeirrar umsóknar hér
Þegar öll tilskilin gögn hafa verið móttekin og yfirfarin af heilbrigðisþjónustusviði Sjúkratrygginga fær viðkomandi sendan hlekk með tölvupósti til að sækja um að komast á samning Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Fylla þarf út þá umsókn og senda inn. Umsóknin fer til samningasviðs Sjúkratrygginga til yfirlestrar og samþykktar. Ef umsóknin er samþykkt af samningasviði Sjúkratrygginga er sendur annar hlekkur með til undirritunar samnings, það er gert með rafrænum skilríkum.
Þegar skráningu er lokið fær viðkomandi bréf í gagnagátt þar sem fram kemur viðskiptanúmer og bankareikningur sem greitt er inná auk viðskiptanúmers starfsstöðvar.
Þessar upplýsingar þurfa að berast til Gagna svo að hægt sé að senda inn reikninga.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi Sjúkratrygginga
Flutningur á aðra starfsstöð
Haft er samband við Sjúkratryggingar í gegnum heimasíðu stofnunarinnar hér. Eftir það færðu tölvupóst þar sem óskað verður eftir eftirfarandi gögnum með tölvupósti:
Staðfesting á fullnægjandi starfsábyrgðartryggingu
Rekstrarleyfi frá Embætti landlæknis
Ef sjúkraþjálfari er að opna nýja stofu má sjá gátlista vegna þeirrar umsóknar hér.
Þegar öll tilskilin gögn hafa verið móttekin og yfirfarin af heilbrigðisþjónustusviði er skráningu viðkomandi breytt í kerfum Sjúkratrygginga. Upplýsingar um breytingu þurfa að berast til Gagna svo að hægt sé að senda inn reikninga.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi Sjúkratrygginga
Breytingar á rekstri - skráning fyrirtækis sjúkraþjálfara
Haft er samband við Sjúkratryggingar í gegnum heimasíðu stofnunarinnar hér. Eftir það færðu tölvupóst þar sem óskað verður eftir eftirfarandi gögnum með tölvupósti:
Rekstrarleyfi fyrir nýtt fyrirtæki frá Embætti landlæknis
Afrit af skráningu úr fyrirtækjaskrá
Þegar öll tilskilin gögn hafa verið móttekin og yfirfarin af heilbrigðisþjónustusviði er skráningu viðkomandi breytt í kerfum Sjúkratrygginga. Upplýsingar um breytingu þurfa að berast til Gagna svo að hægt sé að senda inn reikninga.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi sjúkratrygginga.

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar